Hong Kong New Music Ensemble

Hong Kong New Music Ensemble

Hong Kong New Music Ensemble (HKNME)

var stofnað 2008 og samanstendur kjarninn í dag af 12 meðlimum og þónokkrum samstarfsaðilum. Sveitin starfar á alþjóðlegum vettvangi og er þekkt fyrir framúrstefnulegt starf sitt, þar á meðal tónleika, fræðslumiðaða viðburði, þverfaglegt samstarf og rannsóknir. HKNME hafa flutt meistaraverk úr efnisskrá nútimatónlistar og hafa einnig frumflutt fjölda verka eftir tónskáld frá Hong Kong og víðar. Stofnandi og listrænn stjórnandi HKNME er William Lane (AU|HK) víóluleikari.

Hong Kong New Music Ensemble og Cycle hófu samstarf árið 2016, en á þessum tónleikum gefst kostur á að líta og hlýða á ný verk sem afrakstur vinnustofu listamanna frá Íslandi og Hong Kong er haldin var í Hong Kong fyrr á árinu.

 

Hong Kong New Music Ensemble (HKNME)

The Hong Kong New Music Ensemble (HKNME) was founded in 2008 and currently consists of twelve core members and several ensemble associates. HKNME productions include concerts, educational outreach events, and interdisciplinary collaborations and research projects with artists from different artistic fields. The HKNME has performed masterpieces of the contemporary repertoire as well as numerous premières by composers from Hong Kong and overseas. Founder and Artistic Director of HKNME is William Lane (AU|HK), violist.

Hong Kong New Music Ensemble and Cycle started collaborating in 2016 and this concert presents works which were initiated in a workshop held in Hong Kong earlier this year with artists from Iceland and Hong Kong.

 

 

Efnisskrá

Orviilot (2017) Frumflutningur
Lam Lai, tónskáld (HK) og Sigurður Guðjónsson, myndlistarmaður (IS)

Doublé (2017) Frumflutningur
Alex Yiu, tónskáld (HK)

215° (2017) Frumflutningur
Áki Ásgeirsson, tónskáld (IS)

 

Flytjendur
Hong Kong New Music Ensemble, Tinna Þorsteinsdóttir, píanó, Ásta Fanney Sigurðardóttir, performans, Jesper Pederson, módúlar synthi, Páll Ivan Pálsson, drónn.

 

Innsetning

tungl.gátt (2017)
Kingsley Ng (HK) myndlistarmaður
Angus Lee (HK) tónskáld

Verkið tungl.gátt er innblásið af kínverska tákninu fyrir frelsi og afslöppun (閒) sem er myndræn framsetning á tungli sem er staðsett milli tveggja ása og gefur þá sjónrænu og ljóðrænu upplifun að tunglskin sé að streyma innum glugga. tungl.gátt er innsetning í rými sem líkir eftir og framlengir hið einstaka augnabliki er tunglskin fellur inn um glugga.

 

Lam Lai er fædd í Hong Kong. Tónsmíðar hennar eru fluttar á alþjóðavísu og fela í sér sinfónísk verk, verk fyrir kammersveitir, raftónlist og þverfagleg verk. Lam Lai hefur einbeitt sér að því að blanda hefðbundnum framsetningum tónlistar við aðra miðla listarinnar eins og raftónlist, sjónlistir, kvikmyndir, bókmenntir og leikhús. Fyrir utan eigin tónsmíðar beinir Lam Lai kröftum sínum að kennslu í tónlist og listum. Hún nam tónsmíðar við the Hong Kong Academy for Performing Arts og síðar við the Royal Conservatoire í Haag. Nýtt verk í samstarfi við myndlistarmanninn Sigurð Guðjónsson verður frumflutt á Cycle 2017.

Sigurður Guðjónsson (f. 1975) stundaði nám við Billedskolen Kopenhagen, Listaháskóla Íslands og við Akademie Der Bildenden Künste í Vínarborg. Hann hefur nýlega unnið með tónskáldum til þess að framleiða verk sem sameina vídjó, rafræn hljóð og lifandi flutning. Verk hans hafa verið sýnd í fjölda einka- og hópsýningum víða um heim.

Alex Yiu (f. 1989) nam tónsmíðar við Hong Kong Baptist University og í Goldsmiths í London og býr og starfar í Hong Kong. Alex Yiu er hljóðlistamaður, tónskáld og einn stofnandi Hong Kong Community Radio. Alex Yiu er plötusnúður og framleiðandi undir heitinu 'Alexmalism'. Alex Yiu vinnur í ólíka miðla þar á meðal vídeó, hljóð, gjörninga og margmiðla. Nýtt verk eftir Alex verður frumflutt á Cycle 2017.

Angus Lee er meðlimur Hong Kong New Music Ensemble og er fjölhæfur flytjandi og tónskáld. Hann nam flautuleik við Hong Kong Academy for Performing Arts (2014) og the Royal Academy of Music (2016) í London. Lee kom fram á Lucerne Festival á 90. afmælisári Boulez (2015) og minningartónleikum hans 2016 og hlaut mikið lof gagnrýnenda. Hann fer reglulega í tónleikaferðir með Lucerne Festival Academy Alumni Orchestra. Á árinu 2017 verður frumfluttur strengjakvartett hans Jarosinski-Fragments á Asian Music Festival 2017, en á Cycle gefur að líta innsetningu, nýtt samstarfsverkefni hans og myndlistarmannsins Kingsley Ng.

Kingsley Ng (f. 1980) fékk sína framhaldsþjálfun í Le Fresnoy - National Studio of Contemporary Arts í Frakklandi. Hann er með MSc gráðu í Sjálfbærri hönnun frá Háskólanum í Edinborg og BFA New Media Art gráðu frá Ryerson Háskólanum í Toronto. Hann er þverfaglegur listamaður sem leggur áherslu á konseptlist, stóra gjörninga og vinnur út frá umhverfi og staðsetningu. Verk Ng hafa verið sýnd á alþjóðlegum listastofnunum og sýningum og hefur hann hlotið fjölda viðurkenninga, þar á meðal Hong Kong Contemporary Art Biennial verðlaunin árið 2009. Verk hans 'Twenty-five minutes older', þar sem tveir sporvagnar sem eru einkennandi borgartákn fyrir Hong Kong, ferðuðust milli staða í hlutverki "camera obscura" á Art Basel í Hong Kong árið 2017. Hann er nú aðstoðarprófessor við Academy of Visual Arts, við Hong Kong Baptist University. Ný innsetning hans í samstarfi við tónskáldið Angus Lee mun verða sýnd á Cycle 2017.

Áki Ásgeirsson (f. 1975) er tónskáld og tónlistarmaður sem hefur samið fyrir hljóðfæri og tölvur. Hann stundaði nám við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, Tónlistarskólann í Reykjavík og The Royal Conservatory í Haag og er nú búsettur í Reykjavík. Áki er einn stofnenda tónsmiðasamtakanna S.L.Á.T.U.R., stendur að raflistahátíðinni RAFLOST auk annarra sveita og stofnana. Nýtt verk eftir Áka Ásgeirsson verður frumflutt á Cycle 2017.

Tinna Þorsteinsdóttir er píanóleikari og stundaði nám í píanóleik í Hannover og Münster í Þýskalandi og síðar í Boston við New England Conservatory of Music. Tinna er búsett í Reykjavík og var sýningarstjóri sýningarinnar Píanó á Listahátíð í Reykjavík árið 2014. Tinna skapar ýmiskonar hljóð- og gjörningaverk og er einnig liðtækur spunalistamaður.


 

 

 

Program

Orviilot (2017) World Premiere
Lam Lai, composer (HK) and Sigurður Guðjónsson, visual artist (IS)

Doublé (2017) World Premiere
Alex Yiu, composer (HK)

215° (2017) World Premiere
Áki Ásgeirsson, composer  (IS)

 

Performers
Hong Kong New Music Ensemble, Tinna Þorsteinsdóttir, piano, Ásta Fanney Sigurðardóttir, performance, Jesper Pedersen, modular synthesizer, Páll Ivan Pálsson, drone.

 

Installation

moon.gate (2017)
Kingsley Ng (HK) visual artist
Angus Lee (HK) composer

moon.gate is inspired by the Chinese character of leisure (閒), which consists of the character of moon inside of a gate, and evokes the poetic atmosphere of moonlight streaming into the house. moon.gate, set in a room with architectural openings, simulates this serene moment.

 

Lam Lai was born in Hong Kong. Her compositions are performed around the globe, including orchestral, ensemble, electronics and interdisciplinary works. Lam Lai has focused on combining conventional performance practices with other forms of art such as electronic sound, visual art, film, literature and theatre. Apart from creating her own music, Lam Lai also works in music and art education. She studied music composition at the Hong Kong Academy for Performing Arts and later in the Royal Conservatoire in The Hague. A new collaborational work with Sigurður Guðjónsson, visual artist, will be premiered at Cycle Music and Art Festival 2017.

Sigurður Guðjónsson (b. 1975) studied in Billedskolen Kopenhagen, the Iceland Academy of the Arts and in Akademie Der Bildenden Künste in Vienna. Recently he has collaborated with composers to produce works that combine video, electronic sound, and live performance. His work has been featured in numerous solo and group exhibitions around the world.

Alex Yiu (b. 1989) studied Music Composition at the Hong Kong Baptist University, at Goldsmiths, University of London and is currently based in Hong Kong. Alex Yiu is a sound artist, composer, and one of the co-founders of Hong Kong Community Radio. Alex Yiu is also a DJ and music producer under the name 'Alexmalism'. He works in different mediums, including video, sound, performance and multimedia. A new work by Yiu will be premiered at Cycle Music and Art Festival 2017.

Currently a member of the Hong Kong New Music Ensemble, Angus Lee is a versatile performer-composer. By training a flautist, Lee obtained his undergraduate and postgraduate degrees at the Hong Kong Academy for Performing Arts (2014) and the Royal Academy of Music (2016) in London. He retains a special relationship with the Lucerne Festival where his performance at Boulez's 90th Birthday Celebration (2015) and Memorial Concert (2016) received critical acclaim. He continues to perform with the Lucerne Festival Academy Alumni Orchestra. The year 2017 will see his string quartet 'Jarosinski-Fragments' premiered at the Asian Music Festival 2017.  A new collaborative installation with visual artist Kingsley Ng will be presented at the Cycle Music and Arts Festival in Reykjavík, Iceland.

Kingsley Ng (b. 1980) received postgraduate training at Le Fresnoy—National Studio of Contemporary Arts in France. He holds a MSc in Sustainable Design from the University of Edinburgh, and a BFA New Media Art degree from Ryerson University in Toronto. He is an interdisciplinary artist with a focus on conceptual art, large-scale performances and site-specific productions. Ng’s work has been featured in international institutions and exhibitions, and has won him awards including Hong Kong Contemporary Art Biennial Award in 2009. Two of Hong Kong's iconic public trams were transformed into moving camera obscuras, in a work entitled 'Twenty-five minutes older' during Art Basel Hong Kong in 2017. He is currently assistant professor at the Academy of Visual Arts, Hong Kong Baptist University. A new installation in collaboration with composer Angus Lee, will be showcased at Cycle Music and Art Festival 2017.

Áki Ásgeirsson (b. 1975) is a composer and musician and has written music for instruments and computer. He studied at the Keflavík Music School, the Reykjavík College of Music and the Royal Conservatory in The Netherlands and currently lives in Reykjavík. He developed the Sensor Trumpet, an electronic trumpet with add-on's to interact with a computer. Áki is one of the founders of S.L.Á.T.U.R. (an Icelandic composers’ group), organizes the RAFLOST festival for electronic art as well as other bands and institutions. A new work by Áki will be premiered at Cycle Music and Art Festival 2017.

Tinna Þorsteinsdóttir is a pianist and studied piano performance in Hannover and Münster in Germany and later at New England Conservatory of Music in Boston. She resides in Reykjavík and was the curator of the art exhibition Piano at Reykjavik Arts Festival in 2014. Tinna creates sound- and performance works and is also an active improviser.