Colonization | Nýlendan, 2003. Ragnar Kjartansson. Courtesy of i8 Gallery

Colonization | Nýlendan, 2003. Ragnar Kjartansson.
Courtesy of i8 Gallery

Nýlendan

(2003)
Myndband + hljóð
13:25 mín
 

Um verkið

Í myndbandinu Nýlendan frá því snemma á ferli Ragnars leikur hann erkitýpískt atriði úr aldalangri nýlendusögu Íslands á farsakenndan hátt. Verkið fer fram á grunnu sviði innan málaðra þykjustu viðarveggja, kjötlæri hanga úr loftinu og danska fánanum hefur verið komið fyrir í bakgrunni. Danskur kaupmaður klæddur samkvæmt 18. aldar-tísku (Benedikt Erlingsson) æpir á dönsku að íslenskum bónda (Ragnari) og lætur hnrefana tala. Bóndinn lætur niðurlægjandi höggin og spörkin yfir sig ganga, berfættur og klæddur í strigapoka, með ámáluð sár í andlitinu. Þessi atriði eru rofin með ferðamannamyndum frá Kaupmannahöfn og rennur blóð hægt niður hverja mynd. Þrátt fyrir augljósa leikrænu í aðstæðum og framkomu sem jaðrar iðulega við fáránleika, reynist áhorfandanum oft óhugnanlegt að fylgjast með leiknum. 

 

Ragnar Kjartansson (f. 1976) nam myndlist við Listaháskóla Íslands og og við Konunglega listaháskólann í Stokkhólmi. Verk Ragnars hafa verið sýnd víða um Evrópu og Bandaríkin þar á meðal eru nýlegar sýningar í Hirshhorn Höggmyndasafninu í Washigton DC og í Barbican menningarmiðstöðinni í London og einkasýningar á verkum hans hafa meðal annars verið haldnar í New Museum í New York og Thyssen-Bornemisza nútímalistasafninu í Vínarborg. Saga kvikmynda, -tónlistar, -sjónmenningar og -bókmennta er oft samofin verkum hans; innsetningum, lengri gjörningum, teikningum og málverkum. Allan feril sinn hefur Ragnar kannað mörkin milli staðreyndar og skáldskapar, klækjabragða og sanninda, háðs og alvöru, og samtímis lagt sig fram um að koma á framfæri fölskvalausum tilfinningum. Í hverju verki býður hann okkur í leiðangur og kallar fram ýmisleg viðbrögð, allt frá spennu, depurð, kæti og leiðindum til leiðslukennds ástands sem speglar mannlegt hlutskipti. 

Colonization

(2003)
Video + Sound
13:25 min


About the Work

In the video work Colonization from early on in Ragnar Kjartansson´s career he plays out an archetypical scene from the century old history of Iceland´s colonization as farce. The work takes place on a shallow stage surrounded by painted fake timber walls, meat pieces hang from the ceiling and the Danish flag has been placed in the background. A Danish merchant dressed in the custom of 18th century style (Benedikt Erlingsson) yells in Danish at an Icelandic farmer (Ragnar) and throws fists at him. The farmer endures the degrading hits and kicks, barefoot and dressed in a canvas bag, with painted wounds in his face. These scenes are interrupted with tourist images from Copenhagen, where blood leaks slowly down each one. Despite the obvious theatrical elements of the situation and demeanor, which borders on the absurd, the scene becomes disturbing to watch at times.

 

Ragnar Kjartansson (b. 1976) studied at the Iceland Academy of the Arts and at The Royal Institute of Art in Stockholm. Kjartansson has exhibited widely around Europe and the US, most recently at the Hirshhorn Museum and Sculpture Center in Washington DC and at The Barbican Centre, London. Solo exhibition include in the Hirshhorn Museum in Washington; the New Museum, New York and at the Thyssen-Bornemisza Art Contemporary, Vienna among others. Kjartansson draws on the entire arc of art in his performative practice. The history of film, music, theatre, visual culture and literature finds its way into his video installations, durational performances, drawing and painting. Pretending and staging become key tools in the artist's attempt to convey sincere emotion and offering a genuine experience to the audience. Kjartansson's playful work is full of unique moments where a conflict of the dramatic and the banal culminates in a memorable way.