Screen Shot 2018-10-15 at 02.36.14.png

GJÖRNINGUR | PERFORMANCE

27.10.18 Mengi, Óðinsgata 2
20:00 - 23:00


Pétur Eggertsson

Pétur Eggertsson er ungt Reykvískt tónskáld. Tónsmíðar hans fara þvert á listgreinar en hann rannsakar hvernig önnur efni en hljóð geta nýst í tónlist, m.a. mynd, hreyfing, ilmur o.fl. Myndlist, leikhús og aðrir heimar blandast við tónlistina og bæta við nýrri vídd, umfram hljóð og samhljóm. Tilraunir hans felast í óhefðbundinni notkun hljóðfæra, notkun tækni og gagnvirkni, þróun nýrra tegunda nótnaskriftar/skora og samspil hreyfimynda og hljóðs. Verk hans leitast við að afbyggja hlutverk flytjandans og að gera ómúsíkalska þætti að sjálfstæðu tónefni. Hann útskrifaðist með BA gráðu í tónsmíðum frá Listaháskóla Íslands vorið 2018 og stundar nú Meistaranám í tónsmíðum hjá James Fei, Laetitia Sonami og Zeena Parkins í Mills College í Oakland, Kaliforníu.

Singular Touch: 22

Skor er skrifað af okkur. Við gefum þeim skorið. Við fylgjum, þau fylgja. Við hlýðum, þau hlýða. Skilyrðislaust. Þegar skorið brenglast reynum við að fylgja en þau fylgja mun betur en við mögulega getum. Þau skilja sig ekki sjálf frekar en við skiljum okkur sjálf. Þau skilja sig ekki sjálf því við sköpuðum þau og við skiljum hvorki okkur né þau. Þau skilja okkur. Með skilyrðum. Þegar þau brengla sitt eigið skor, verða skipanirnar óljósar, samt fylgjum við. Við kunnum að fylgja en við vitum ekki lengur hver fylgir hverjum; hver skipar fyrir og hver hlýðir; hver stjórnar; hverjir eru við og hverjir eru þau.Pétur Eggertsson

Pétur Eggertsson is a young composer from Reykjavík. His compositions research how other materials than sound, like images, motions and smells can be used in the act of making music and have cross-disciplinary results. His experiments often consist of untraditional usage of instruments, usage of technology and interactive media, development of new ways of composing and collaborations of moving images and sound. His works try to deconstruct the role of the performer and make unmusical parts of the composition into individual works. Eggertsson graduated with a BA in composition from the Iceland Academy of the Arts in spring 2018 and is now doing his graduate degree under James Fei, Laetitia Sonami and Zeena Parkins at Mills College in Oakland, California.

Singular Touch: 22

The score is written by us. We give them the score. We follow, they follow. We obey, they obey. Without any conditions. When the score becomes distorted we try to follow but they are better at it. They do not understand themselves any more than we understand us. They do not understand themselves because we created them and neither understand us or them. They understand us. With conditions. When they distort their their own score, the commands become unclear, but still we follow. We know how to follow but are still not sure who follows who; who demands and who obeys; who are we and who are they.