Screen Shot 2018-09-14 at 16.56.06.png

SÝNING | EXHIBITION

25.10.18 - 06.01.19
Gerðarsafn Kópavogur Art Museum
Opnunartímar | Opening hours
11:00 - 17:00
Lokað mánudaga | Closed on Mondays


Pinar Öğrenci

Listakona og rithöfundur sem býr í Istanbul og Berlín. Öğrenci notar mismunandi miðla í listaverkum sínum, m.a. ljósmyndir, vídjó, performansa og innsetningar. Verk hennar taka á málefnum eins og fólksflutningum, stríð, þvingaða tilfærslu í búsetu, fjöldahreyfingum, þjóðernishyggju og umbreytingum í þéttbýli. Hún notar vídjó sem tól til að taka upp eigin hversdagslega lífshætti og býr því yfir og græðir á persónulegum gagnabanka með tilbúnu efni. Verk hennar hafa verið sýnd víða í söfnum og listastofnunum, m.a. á næstkomandi Aþenu tvíæringnum (2018), tólfta Gwangju tvíæringnum (2018), Tensta Konsthall Stokkhólmi (2018), Jewish Museum Hohenems (2018), Kunst Haus Wien- Hundertwasser Museum (2017), Württembergischer Kunstverein (WKV) Stuttgart (2017), the Istanbul off-site project for Sharjah Biennial13 (2017), Angewandte, Vínarborg, (2016), MAXXI Museum, Róm (2015-6), SALT Galata, Istanbul (2015-6), De Las Fronteras Biennial, Tamaulipas, Mexíkó (2015) og Depo, Istanbul (2014-8).

Hún er stofnandi og skipuleggjandi MARSistanbul, listræns verkefnis sem stofnað var til 2010. Síðan seint á tíunda áratug síðustu aldar, þá hefur Öğrenci skrifað mikið um samtímalist og arkítektúr í tímaritum eins og Agos, Radikal, ArtUnlimited, m-est, SALT Online, Arkitera, Arredemento Mimarlık, XXI, İstanbul o.fl.

Mawtini (2016)

Mawtini (heimaland mitt) fær titilinn frá samnefndu lagi sem byggt er á vinsælu ljóði sem skrifað var af palestínska ljóðskáldinu İbrahim Tuqan árið 1934. Lagið hefur verið þjóðsöngur Palestínu og viðurkennt sem opinber þjóðsöngur sjálfstæðisbaráttu Palestínu af öðrum nágrannalöndum eins og Sýrlandi og Alsír. Árið 2004 samkvæmt skipun forrystumanns tímabundinnar samsteypustjórnar, Pauls Bremer, þá varð Mawtini líka þjóðsöngur Íraks, og tók þar með stöðu Ardh Alforation sem hafði verið þjóðsöngur Baas-stjórnar Saddams Hussein frá 1981 til 2004. Myndin er sett saman af samsafni performansa frá Alsír, Palestínu, Írak og Sýrlandi, allt með mismunandi ryþma- og tónefni. Brotin, sem halað var upp á YouTube, eru með mismunandi höfundarétt, snið og innihald. Sjónrænt séð og út frá hljóði, þá færast þau frá þjóðsöngvum til popplaga og sýna fram á margfeldi merkinga sem einkenna þetta lag. Herkórar, poppsöngvarar, einfaldar, heimagerðar upptökur og götuperformansar, sjónvarpsþættir og heimavídjó, tónleikar og fjölmenni fagnandi á fótboltaleikjum. Síðasti hluti vídjósins sýnir líka myndefni frá götuperformönsum frá Damaskus (2013) og İstanbul (2014-2015). Mawtini skírskotar þannig til skilnings á hugmyndum um þjóð, þjóðsöng og heimaland. Í þeim heimi þar sem Mawtini er upprunnið, gætu þessar hugmyndir verið ólíkar skilningi í alþjóðlegu norðri.

A Gentle Breeze Passed Over Us (2017)

Seinni mynd Öğrenci á þessari sýningu, A Gentle Breeze Passed Over Us (2017), fær nafn sitt frá frægu lagi eftir líbanska söngvarann Fairuz. Þetta lag er líka oft flutt á götum Istanbul af tónlistarmönnum frá Miðausturlöndum og er táknrænt fyrir heimþrána sem flóttamenn upplifa. Myndin spyr spurninga um hvað heima sé og hvað heimaland gæti verið. “Hver er týpugerð rýmisins sem við lifum í og væri það hugsanlegt að segja sögur af þessum nýja heimi, án þess að gefa sig á vald hryllingsins og örvæntingarinnar á því að vera færður úr stað?” skrifar Öğrenci. “Gæti lútan (oud) sem slæðist mjúklega yfir vötn Eyjahafs orðið menningartákn dýpri menningar sem nú er dreifð umhverfis heiminn, leitandi að samastað?”

Pinar Öğrenci

Pinar Öğrenci (b. 1973, Van, Turkey) is an artist and a writer based in Istanbul and Berlin. Öğrenci uses various media in her artistic practice, including photography, video, performance and installation. Her works address subjects such as migration, war, forced displacement, collective movements, nationalism and urban transformation. Using the video as a tool to record her daily life practices, she benefits from her personal video archive and ready-made footages. Her works have been exhibited widely at museums and art institutions including at Tensta Konsthall Stockholm (2018), Jewish Museum Hohenems (2018), Kunst Haus Wien- Hundertwasser Museum, 2017; Württembergischer Kunstverein (WKV) Stuttgart, 2017; the Istanbul off-site project for Sharjah Biennial13, 2017; Angewandte, Vienna, 2016; MAXXI Museum, Rome, 2015-6; SALT Galata, Istanbul, 2015-6; De Las Fronteras Biennial, Tamaulipas, 2015; Sinop Biennial, 2014; Çanakkale Biennial, 2014 and Depo, Istanbul, 2014.

She is the founder and organizer of MARSistanbul, an art initiative launched in 2010. Since the late 1990s, Öğrenci has written extensively on contemporary art and architecture in magazines, including Agos, Radikal, ArtUnlimited, m-est, SALT Online, Arkitera, Arredemento Mimarlık, XXI, İstanbul, among others.

Mawtini (2016)

Mawtini (My homeland) takes its title from a song based on the popular poem with the same name written by the Palestinian poet İbrahim Tuqan in 1934. The song has been the national anthem of Palestine and has been recognized as the official anthem of the Palestinian independence struggle by other countries in the region, such as Syria and Algeria. In 2004, upon the order of the leader of the temporary coalition government Paul Bremer, Mawtini also became Iraq’s national anthem, replacing Ardh Alforation, which had been the anthem of Saddam Hussein’s Baas regime between 1981 and 2004. The film is composed of a collection of performances from Algeria, Palestine, Iraq and Syria, all with different rhythm and tone. The uploaded to YouTube clips vary in authorship, format and content. Both visually and sonically it moves from anthems to pop-songs and reveals the multiplicity of meanings surrounding this song. Army choirs, pop-singers, simple home-recordings and street performances, television shows and homevideos, concerts and crowds cheering at football games. The last part of the video also incorporates footage of street performances from Damascus (2013) and İstanbul (2014-2015). As such, Mawtini points at perceptions of concepts of nation, national anthem and homeland. In the world where Mawtini originated these concepts might differ from how they are understood in the Global North.

 

A Gentle Breeze Passed Over Us (2017)

Öğrenci’s second film in this exhibition A Gentle Breeze Passed Over Us (2017), which takes its name from a famous song by the Lebanese singer Fairuz. It is also a song that often is performed in the streets of Istanbul by Middle Eastern musicians; and which has come to symbolize the homesickness experienced by refugees. As such, the film asks what home is and what a homeland might be. ”What is the type of space that we live in and would it be possible to tell stories of this new world without submitting to the terror and desperation of being displaced?” writes Öğrenci. “Could the oud that softly slides across the waters of the Aegean Sea become the cultural symbol of a deep culture that is now dispersed all over the world, seeking a place for itself?”