Við og Við Vinnustofa

Vinnustofan Við og við er samræðu- og tilraunavettvangur fyrir ungt fólk og fólk í ungmennastarfi frá Vestur-Norðurlöndunum og Danmörku - listafólk, kvikspunaleikara, fag-, baráttu- og áhugafólk - um sjálfsmynd einstaklingsins og þjóðar, sem og málefni minnihlutahópa.

Þátttakendur skiptast á reynslu og vitneskju og kanna möguleika mismunandi listgreina í baráttu gegn fordómum og ræktun samkenndar, með áherslu á kvikspuna og þátttökuleikhús. Í vinnustofunni verður m.a. unnið með aðgreinandi tilhneigingar þjóðarsjálfsmyndar.

Vinnustofan er samstarfsverkefni Cycle og Rauða Kross Íslands, er studd af NORBUK styrkjaáætlun Norrænu menningargáttarinnar og stýrt af Nínu Hjálmarsdóttur, sviðshöfundi.

Vinnustofan er lokuð en áhugasamir geta óskað eftir þátttöku með tölvupósti á nina@cycle.is

We and us workshop

The We and Us workshop is a platform where young people from the West-Nordic Countries - artists, LARPers, professionals, youth workers and those active in the field of minority issues - come together to critically, constructively and creatively discuss national identity and the future prospects of our societies.

Participants share knowledge and explore the possibilities of how one can use art and artistic methods to build empathy, battle prejudice and dive into questions of identity, with a focus on LARPing and participatory theatre. The workshop will critically examine the exclusionary tendencies of national identity.

The workshop is a collaboration between Cycle and the Icelandic Red Cross, is supported by the NORDBUK program of the Nordic Culture Point and is managed by Nína Hjálmarsdóttir, performance artist.

The workshop is closed but those interested can apply to participate with an e-mail to nina@cycle.is