Screen Shot 2018-10-13 at 20.12.34.png

SÝNING | EXHIBITION

25.10.18 - 06.01.19
Gerðarsafn Kópavogur Art Museum
Opnunartímar | Opening hours
11:00 - 17:00
Lokað mánudaga | Closed on Mondays

Almenningsrými | Public Space

Verkin hafa verið hengd upp víða í Kópavogi og Reykjavík
Her works have been mounted in public spaces in Reykjavík and Kópavogur


MeriÇ Algün

Listakonan Meriç Algün er fædd og uppalin í Istanbul, Tyrklandi. Hún lærði myndlist í Svíþjóð og dvaldist þar til fjölda ára. Um þessar mundir er hún búsett milli Svíþjóðar og Tyrklands. Á árunum 2009 til 2012 vann hún aðallega að verkum sem rannsökuðu sjálfsmynd og hvað það er að tilheyra, í samhengi við hennar eigin reynsluheim frá flutningum á milli landa, á milli tungumála og menningarheima.

Verkin sem sýnd eru á Þjóð meðal þjóða eru tekin úr umsóknum um landvistarleyfi. Í tilefni hátíðarinnar eru verkin sýnd saman í fyrsta sinn.

 

Skilti er röð verka sem voru gerð árið 2012 sem sýnir samsafn spurninga sem er að finna í umsóknum um dvalarleyfi. Þessar samhengislausu spurningar, eins og “ert þú og maki þinn í raunverulegu og stöðugu sambandi?” eða “ef þú dvelur í öðru landi en heimalandi þínu, hefur þú þá leyfi til að snúa til baka til landsins? undirstrika ífarandi eðli þeirra og vekja því upp spurningar um sig sjálfar. Á meðal opinberra staða þar sem Algün sýnir verk sín eru Bókasafn Kópavogs og Bæjarskrifstofur Kópavogs.
Meriç Algün skoðar málefni eins og sjálfsmynd, landamæri, skrifræði, tungumál og þýðingar oft í gegnum staðfærða og “tilbúna” texta og skjalasöfn. Í fyrri verkefnum sínum, hefur hún unnið út frá rannsóknarspurningum eins og bækur sem aldrei hafa farið í útlán af bókasöfnum; Biblían sem lóðréttar línur texta, sameiginlega eiginleika sænsku og tyrknesku og skrifræðislegt tungumál dvalarleyfisumsókna. Verk hennar hafa verið sýnd á þó nokkrum stórum alþjóðlegum sýningum, m.a. 14. Istanbul Tvíæringnum og 56. Feneyjartvíæringnum. Af nýlegum sýningum má nefna “Whose land have I lit on now” á Savvy Contemporary í Berlín og “With The Future Behind Us” á Moderna Exhibition í Moderna listasafninu í Stokkhólmi.


MeriÇ Algün

Meriç Algün (1983) was born and raised in Istanbul. She went to art school in Sweden and has lived in Stockholm for many years. She now shares her time between Sweden and Turkey. In 2009-2012, Algün created several works that explore identity and belonging, directly reflecting her own experience of migrating over national, cultural, linguistic and bureaucratic borders.

The works exhibited at Inclusive Nation and in public space origin from visa application forms. This is the first time several of these works are exhibited together.

Billboards are a series of works conceived in 2012 that present a selection of the inquiries found in visa application forms. The displacement of these questions, such as "Are you and your partner living in a genuine and stable partnership?" or "If you reside in a country other than your country of origin, have you permission to return to that country?" underlines the question´s invasiveness and thereby questions the questions themselves. Among the public spaces Algün's works on display are the Kópavogur Library and The Kópavogur city counselor's offices.

Meriç Algün examines issues of identity, borders, bureaucracy, language and translation often through appropriated and "ready-made" texts, collections and archives. In previous projects, she has taken as her object of inquiry never-borrowed library books; the Bible as vertical lines of text; the commonalities between the Swedish and Turkish languages; and the bureaucratic language of visa application forms. Her work has been shown in several large international exhibitions including 14th Istanbul Biennial and the 56th Venice Biennale. Recent exhibitions include Whose land have I lit on now? at Savvy contemporary in Berlin and With The Future Behind Us, the Moderna Exhibition at Moderna Museet in Stockholm.