Photo by Ari Magg, courtesy of the artist.

Photo by Ari Magg, courtesy of the artist.

Margrét H. Blöndal

UNTITLED 2015
UNTITLED 2016

Gerðarsafn Kópavogur Art Museum
That Time | Þá
27 October - 18 December 2016 | 27. október - 18. desember 2016

 

Margrét H. Blöndal’s sculptural works are composed of objects; usually found, manmade objects. They are arranged in subtle accumulations and singular moments, incurring and occupying a particular sense of space. They share a lyricism that speaks of the object’s past uses and the incongruity of their juxtaposing as they unwind and implicate the space of their architectural setting. [...] They make sense as formal sculptures and as things in the world, even though how they achieve this is not obvious. And despite them not being surrealist in sentiment there is a continuity between the sculptures and the quote from Lautréamont—favoured by André Breton—concerning the chance meeting “between an umbrella and a sewing-machine upon a dissecting-table.” It is difficult to ascribe meaning to such a description but it nonetheless has a palpably unsettling logic. Similarly Blöndal’s accumulations have sense and a poetics which melds form and history but one which is also difficult for language to quantify or explain. As much as we try to overlay narrative and metaphor upon these sculptural arrangements, it is as though the work welcomes them but then effortlessly shrugs them off.
Based on a text by Gavin Morrison in Margrét H. Blöndal – Drawings. Crymogea, Reykjavík, 2016.

Skúlptúrar Margrétar H. Blöndal eru gerðir úr hlutum; vanalegast fundnum, manngerðum hlutum. Þeim er raðað upp í þaulhugsuð samansöfn og einstök andartök, þeir kalla yfir sig og eiga sér stað í sérstakri tegund rýmis. Þeir deila ljóðrænu sem tjáir fyrri notkun hlutanna og ósamræmið við hliðsetningu þeirra þar sem þeir breiða úr sér og bendla við sig plássið sem þeir hafa umleikis, arkítektúrinn í umhverfinu.  [...] Þær hafa merkingu sem formlegir skúlptúrar og hlutir í heiminum, enda þótt ekki liggi í augum uppi hvernig þær fara að því. Og enda þótt þeir séu ekki súrrealískir í afstöðu sinni er samfella milli skúlptúranna og tilvitnuninni í Lautréamont — sem André Breton hafði dálæti á — um óvæntan fund „regnhlífar og saumavélar á skurðarborði.“ Það er örðugt að leggja merkingu í slíka lýsingu en hún býr eigi að síður yfir áþreifanlegri og truflandi rökvísi. Með svipuðum hætti hafa samsöfn Margrétar merkingu og fagurfræði sem sameina formgerð og sögu en sem einnig er torvelt tungumálinu að mæla eða útskýra. Hversu sem við reynum að þekja þessa skúlptúruppsetningar með frásögnum eða myndlíkingum er sem verkin taki öllu slíku opnum örmum en hristi svo áreynslulaust af sér.
Byggt á texta: Gavin Morrison in Margrét H. Blöndal – Drawings. Crymogea, Reykjavík, 2016.


Margrét H. Blöndal lives and works in Reykjavík. She completed her MFA at Rutgers University, New Jersey. Recent exhibitions include solo shows at i8 Gallery, Reykjavik (2016); Galerie Thomas Fischer, Berlin (2015); Felldur / Field, Harbinger, Reykjavik (2015); Reykjavík Art Museum (2014); and Fort Worth Contemporary Arts, USA (2009). Her work has featured in numerous group exhibitions, including: the 6th Momentum, Moss, Norway (2011); Manifesta 7, Trentino, Italy (2008) and Kunstverein Baselland, Switzerland (2006). In 2009, she was the artist-in-residence at the Laurenz Haus Stiftung, Basel.

Margrét H. Blöndal býr og starfar í Reykjavík. Hún lauk MFA gráðu frá Rutgers University, New Jersey. Af nýlegum sýningum má nefna einkasýningu hjá i8 Gallery, Reykjavík (2016); Galerie Thomas Fischer, Berlín (2015); Felldur / Field, Harbinger, Reykjavík (2015); Listasafn Reykjavíkur (2014); og Fort Worth Contemporary Arts, USA (2009). Verk hennar hafa verið sýnd í fjölda samsýninga og meðal annarra: the 6th Momentum, Moss, Noregi (2011); Manifesta 7, Trentino, Ítalíu (2008) og Kunstverein Baselland, Sviss (2006). Árið 2009 var hún residensíulistamaður hjá Laurenz Haus Stiftung, Basel.

Website | Vefsvæði:
http://www.margrethblondal.net/