SÝNING | EXHIBITION

25.10.18 - 06.01.19
Gerðarsafn Kópavogur Art Museum
Opnunartímar | Opening hours
11:00 - 17:00
Lokað mánudaga | Closed on Mondays

Gjörningur | Performance

27.10.18
Sundlaug Kópavogs | Kópavogur Swimmingpool

Hugvekja um hval | Requiem for a Whale
11:00
Free admission

Screen Shot 2018-05-09 at 10.47.56.png

Magnús Sigurðarson

Hugmyndin um að “klisjan sé æðsta listformið” er oft útgangspunkturinn í ferli Magnúsar sem notast við augljóst og beinskeytt myndmál í þeim tilgangi að yfirstíga mörk hins myndræna til þess að nálgast ríki tilfinninganna með notkun hugtaka. Magnús fæddist í Reykjavík 1966 en hefur búið í Miami síðan 2005. Hann stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og Mason Gross School of the Arts, Rutgers University, New Brunswick, New Jersey.

Magnús er handhafi Fulbright skólastyrksins og hefur fengið fjöldann allan af öðrum styrkjum og verðlaunum. Verkin hans tilheyra söfnum eins og Listasafni Reykjavíkur og Listasafni Íslands, Collezione La Gaia, Busca á Ítalíu, Nútímalistasafninu í norður Miami, ásamt mörgum öðrum. Mörg verk hans tilheyra einnig einkasöfnum, þar má nefna safn Péturs Arasonar, Emmanuel Javouge, Dennis Scholl og Kathryn og Dan Mikesell, Miami og Jane og Don Savelson, New York.

Hugvekja um hval

Hugvekja um hval er gjörningafyrirlestur sem mun eiga sér stað í sundlauginni í Kópavogi.

Verkið er framhaldsgjörningur Dansað með hvölunum, sem átti sér stað á vorviðburði listahátíðarinnar Cycle, Cryptopian States í Berlín 2018. Listamaðurinn rekur sorgarsögu karkyns háhyrningsins Keikó (sem áður hét Siggi eða Kago) og var fangaður 1976. Keikó er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Willy í kvikmyndinn Free Willy 1993. Árið 1997 ferðaðist listamaðurinn þvert yfir Bandaríkin í pílagrímsför til þess að hitta “landa” sinn í Newport, Oregon, leit að heilaga hvalnum (the holy whale), en ferðin var tilraun til þess að rekja tengsl þessara tveggja spendýra. Keikó ferðaðist landleiðina heimshorna á milli þangað til honum var loksins sleppt árið 2002 rétt fyrir utan Vestmannaeyjar. Háhyrningurinn varð bráðkvaddur í norskum firði 2003.

Yfir hátíðina verða verkin Icelandic Fan (2018) og Occupy my Innocence (2012) sýnd í anddyri.

Icelandic Parroty

Magnús nálgaðist þjóðartákn sitt á heiðarlegan hátt. Hann heldur því oft fram að heimaland sitt Ísland sé nyrsta karabíska eyjan. Þar er hann ekki að grínast (þótt oft sé grín að finna, þannig að takið eftir): Ísland, ásamt karabísku eyjunum St. Croix, St. John og St. Thomas, voru allar endur fyrir löngu nýlendur konungsríkisins Danmörku. Ekki aðeins áttu þær fjarlægt fullveldi sameiginlegt heldur tengdi Golfstraumurinn þær líka saman. Straumurinn dregur heitt vatn norður á bóginn að suðurenda landsins og heldur því suðurhlutanum áberandi heitari.
Páfagaukurinn hefur búsetu sína í Miami (þar sem Magnús býr nú), á Íslandi (heimalandi hans) og karabísku eyjunum (göngum út frá því að Miami sé eins og norðurhluti Karabíu en ekki Suður-Bandaríkin). Magnús skrifar að: “maður skilur ekki alltaf til fullnustu margbrotið umhverfi sitt eða samfélagið sem maður er hluti af. Til dæmis páfagaukurinn, tákngervi sólar Flórdía og skemmtunar, er innflytjandi, allar tegundir páfagauka í nærumhverfinu voru þurrkaðar út á tuttugustu öld og þær tegundir sem nú finnast og tengjast Miami og Suður-Flórída voru allar innfluttar á einhvern hátt. Innflytjendur eru hin nýju lukkudýr Miami-fylkis, páfagaukurinn sem leitar að heimili, Íslendingurinn sem leitar að melankólíu, allt tegundir og innflytjendur sem að á einhverjum tímapunkti þurfa að endurskilgreina ímynd sína í hlutfalli við núverandi raunveruleika sinn. Á meðan þeir verða aldrei innfæddir, munu þeir í gegnum tímans rás blandast pallettu nýs bústaðar síns, þar sem línur ímyndar verða óskýrar, máðar og endurskilgreindar. Þetta er upphaf póst-melankólískrar ímyndar í gegnum kraft goðsagnar og tilviljanakenndrar óreiðu. Þetta er endalaus leit listamannsins að dapurleika sem samsvarar hinni endalausu sápuóperu (telenovela). Hið melankólíska verkefni Magnúsar er skilgreint eftir því að misheppnast, eins og útreiknuð takmörkun.

(Texti eftir Tyler Emerson Dorsch)


MAgnus sigurdarson

Magnus Sigurdarson often departs from the idea that “The Cliche is the Ultimate Expression”. Using obvious and direct images he wants to transcends the visuality and enter the realm of emotions via the conceptual. He was born in Reykjavík, Iceland in 1966 and since 2005 he lives and works in Miami, Florida. He attended The Icelandic College of Arts and Crafts, Reykjavík, Iceland (1992, BFA in Mixed Media) and Mason Gross School of the Arts, Rutgers University, New Brunswick, New Jersey (1997, MFA). He is a Fulbright Scholarship Recipient with multiple grants and awards on his Resume. His works are included in the collections of; Collezione La Gaia, Busca, Italy, Museum of Contemporary Art, North Miami, The Icelandic National Gallery and The Reykjavik Art Museum, Iceland and, among others, in the private collections of Petur Arason, Reykjavík, Emmanuel Javouge, Dennis Scholl and Kathryn and Dan Mikesell, Miami and Jane and Don Savelson, New York.

Requiem for a whale

Performance-lecture at Kópavogur swimming pool

A continuation of Dances with Whales, performed at Cycle Music and Arts’ event Cryptopian States in Berlin (2018). The artist tells the tragic tale of the male orca Keiko (earlier Siggi and Kago; captured September, 1976). Keiko is most known for portraying Willy in the 1993 film Free Willy. In 1997, the artist traveled across America on pilgrimage to meet his fellow "Icelander" in Newport Oregon (on a quest to find the Holy Whale) in an attempt to find the missing bond between two mammals. Keiko travelled all over the world without swimming in the sea until he finally was released from captivity in 2002 outside the Icelandic Westman islands. The orca tragically died short thereafter in a Norwegian fjord in 2003.

Also at Kópavogur swimming pool: Icelandic Fan (2018), Occupy my Innocence (2012)

Icelandic Parroty

Magnús arrived at his emblem honestly. He often proclaims that his home country Iceland is the northern-most Caribbean island. He is not joking here (though there often is a joke, so pay attention): Iceland, along with the Caribbean Islands St. Croix, St. John, and St. Thomas, were all once colonies of The Kingdom of Denmark. Not only did these islands have a distant sovereign in common, the Gulf Stream also connects them. The current draws warm water northward to the southern end of Iceland, making the southern end noticeably warmer.

The parrot makes its home in Miami (Magnús' home now), Iceland (his homeland) and the Caribbean (let's acknowledge that Miami feels like the northern Caribbean not the Southern United States). Magnús writes that: "One does not always understand the complexity of one's environment nor society in which one exists. For example, the iconic parrot, symbol of Florida sun and fun, is an immigrant, all native species of parrot were wiped out in the 1900's and the species that we now find in and associate with Miami and South Florida were all imported one way or another. Immigrants are the new mascot of Miami, the parrot searching for a home, the Icelander seeking melancholy, all species and immigrants at one point have to redefine their identity based on their current reality. While they will never be native, they will through time be blended into the pallet of their new home as the lines of identity are blurred, smudged, and redefined. This is the beginning of a post-melancholic identity through the power of myth and occasional mayhem."

The artist's endless effort to find melancholy parallels the endlessness of telenovela stories. Sigurðarson's melancholy project is defined by its failure, like a mathematical limit.

(Text by Tyler Emerson Dorsch)