ke.jpg

GJÖRNINGUR | PERFORMANCE

Í leit að töfrum | In Search of Magic
28.10.18 Salurinn og Tónlistarskóli Kópavogs, Hamraborg 6
14:00 - 17:00

Gjörningur í samvinnu við listafólkið Libiu Castro og Ólaf Ólafsson
Performance in collaboration with artists Libia Castro and Olafur Olafsson


Karólína Eiríksdóttir

Karólína Eiríksdóttir stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík þar sem Þorkell Sigurbjörnsson var kennari hennar í tónsmíðum. Hún hélt til framhaldsnáms við University of Michigan og lauk meistaraprófum í tónlistarsögu og -rannsóknum sem og tónsmíðum. Karólína býr á Íslandi og hefur unnið við tónsmíðar, kennslu og margvísleg önnur tónlistarstörf og hefur m.a. verið í stjórnum Íslenskrar tónverkamiðstöðvar, Tónskáldafélags Íslands, Listahátíðar í Reykjavík og Listaháskóla Íslands.

Karólína hefur samið fjölda tónsmíða sem hafa verið fluttar víða um heim; hljómsveitarverk, óperur, kammer- einleiks- og söngverk, verk fyrir kóra og tölvu/rafverk. Óperan Magnus Maria var frumflutt á Álandseyjum árið 2014 og hefur síðan verið sýnd í Svíþjóð, Finnlandi, Noregi og á Íslandi. Óperan var tilnefnd til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs árið 2016.


Karólína Eiríksdóttir

Karólína Eiríksdóttir holds masters degrees in Composition and Music History- and Musicology from the University of Michigan. Among her works are nine orchestral pieces, four operas, chamber- and solo pieces as well as works for solo voices and choir and pieces composed in collaboration with visual artists, among them music to The Constitution of Iceland.

Karólína´s music has been performed widely. A recent work is the opera Magnus Maria from 2014, which has been performed in several cities in Scandinavia and gained much critical acclaim. The opera was nominated for The Nordic Council Music Prize in 2016