IMG_7654.jpg

SÝNING | EXHIBITION

25.10.18 - 06.01.19
Gerðarsafn Kópavogur Art Museum
Opnunartímar | Opening hours
11:00 - 17:00
Lokað mánudaga | Closed on Mondays


Hulda Rós Guðnadottir

er íslensk myndlistar- og kvikmyndagerðarkona búsett í Berlín. Hún er með MA gráðu í gagnvirkri hönnun frá Middlesex University og BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands. Hún hefur tekið þátt í fjölda einka-/hópsýninga ásamt kvikmyndasýningum á alþjóðavettvangi og unnið verðlaun fyrir kvikmyndagerð.

Gullskip, 2016, vírgrind, gifs, pappamassi og 23,75 karata 'Rosenoble' gullblöð

Hulda Rós tengir íslenskan sjávarútveg við biblíusöguna af gullna kálfinum. Skip hafa gegnt lykilhlutverki í nýlendusögu heimsins þar sem þjóðir hafa keppst um aðgang, og oft arðrán að auðlindum. Aðgangur að auði er ennfremur grundvöllur afkomu þjóða og markar veg frá fátækt til velsældar. Eftir glæsilega tíma sjóferða á landnámsöld hafði tímabilið undir danskri stjórn þau áhrif að þjóðin tapaði sjófærni sinni. Sitjandi í árabátunum horfðu fátækir Íslendingar á hvernig evrópsk skip mokveiddu þorsk og aðrar fisktegundir á grundvelli fiskveiðiréttinda sem þeim voru seld af dönskum yfirvöldum. Endurheimt á bátaflota á 20. öld - sjálfstæð utanríkisviðskipti og sjávarútvegur - lögðu ótvírætt grunninn að sjálfstæði landsins. Sjávarútvegur var jafnframt farvegur fyrir miklar félags- og efnahagslegar breytingar í íslensku samfélagi. Þegar vistarböndin voru afnumin og vélskipaöld tók við af árabátaöldinni nokkru síðar, þá varð dugnaður manna við veiðar lykillinn að því að vinna sig upp úr stétt og verða sjálfstæðir menn, jafnvel skipstjórar! Nokkrum kynslóðum síðar voru þessar frjálsu fiskveiðar einkavæddar og kvótakerfið sett á. Í fyrstu tengdist kvóti skipum, hinum gullna kálfi í íslenskri auðlindasögu. Skipaeign varð uppspretta mikillar auðsöfnunar fárra manna.


Hulda Rós GuÐnadóttir

Hulda Rós Guðnadóttir (b. 1973) is an Icelandic artist and a filmmaker based in Berlin. She holds an MA degree in interactive design from Middlesex University and a BA in visual art from the Iceland Academy of the Arts. She has taken part in numerous solo-/group exhibitions and screenings internationally and won awards for her filmmaking.

Golden Ship, 2016, wireframe, plaster, paper-mâché and 23.75 karat 'Rosenoble' gold leaf

Hulda Rós Gudnadottir connects the Icelandic fishing industry to the biblical saga of the golden calf. Ships have been essential to the race and scramble for resources that underpins the whole colonial saga. Access to wealth further forms the foundations for self-sufficiency and alleviation of poverty. After a glorious age of nautical exploration during the time of the Icelandic settlers, the period under Danish rule rendered the nation nautically inept. Impoverished Icelanders watched from their rowing boats how European ships extracted massive amounts of Cod and other fish on the basis of fishing rights that were sold off by Danish authorities. The regaining of a shipping fleet in the 20th century, independent trade and fishing at an industrial level, laid the unquestionable foundation for the country’s independence. Further, the fishing industry was catalyst to great social and economic change before and after the gaining of independence. Initially, fishing offered great economic opportunity, independence and even captainship - to previously poor farm workers that were freed from service bondage towards the end of the 19th century. In turn, a few generations later a private-ownership quota-system was introduced to manage fishing in Iceland. At first the quota was connected to ship vessels, the golden calf of the Icelandic race for natural resources. Ownership of ships became a source of accumulation of tremendous wealth in the hands of few quota owners.