Sumé, Inuk Silis Høegh.

Sumé, Inuk Silis Høegh.

Grænlandsmálið

Sumarliði Ísleifsson, PhD, sagnfræðingur og lektor í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands segir frá hugmyndum manna á fyrri hluta 20. aldar sem lutu að því að Íslendingar ættu að gera tilkall til yfirráða á Grænlandi. Orðræðan í kringum þessar hugmyndir var alvarleg og fór fram á opinberum vettvangi. Hún gekk út á það að á forsendum landnáms íslenskra (norænna) manna til forna ættu Íslendingar að setja fram formlega kröfu um yfirráð á Grænlandi. Umræðan var ekki einhlít en afhjúpar á áhugaverðan hátt tengsl íslenskrar þjóðarsjálfsmyndar á mótunartíma fullveldisáranna við hugmyndir nýlendustefnunnar sem þá höfðu ríkt um hríð í Evrópu. Málið dregur fram áhugaverða mótsögn meðal þjóðar sem sjálf háði frelsisbaráttu en ól jafnframt drauma um yfirráð yfir landsvæðum annarra.

Boðið verður upp á umræður um það hvort og hvernig þær hugmyndir sem birtast í þessu gleymda máli lifa áfram í þjóðfélagsumræðu og heimsmynd á Íslandi.

Þessi viðburður fer fram á íslensku.

 

Sumarliði R. Ísleifsson (f. 1955), PhD, er lektor í hagnýtri menningarmiðlun við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands. Sumarliði stundaði nám í sagnfræði við Háskóla Íslands og í Danmörku. Sumarliði er sérfræðingur í ímyndum og sjálfsmyndum Íslands og Grænlands frá miðöldum til miðrar 19. aldar.

 

 

The Greenland Question

Sumarliði Ísleifsson, PhD, historian and lecturer in applied studies in culture and communication at the University of Iceland gives an account of ideas that were alive in Icelandic society in the former half of the 20th century about the rightful claim of Icelanders to rule over Greenland. The discourse underpinned by those ideas was serious and took place in the public arena. The case for making a formal claim to rule was justified with the settlement of Icelandic (Norse) men in Greenland in ancient times. The argument was not undebated but interestingly exposes how Icelandic identity, that was taking shape along with independence process, was influenced by the ideas of expansion and colonialism that had reigned in Europe for a good while before. The case illuminates an interesting tension amongst a nation that was fighting for its own independence but at the same time dreamed of conquests of the lands of Others.

Guests are invited to an open discussion on whether and how the ideas embedded in this curious but forgotten case have remained salient in Icelandic public discourse and world view.

This event will be held in Icelandic.

 

Sumarliði R. Ísleifsson (b. 1955), PhD, is lecturer of Applied Studies in Culture and Communication at the history and philosophy department of the University of Iceland. He was educated at the University of Iceland and in Denmark and specialises in internal and external images of Greenland and Iceland from the Middle Ages to the 19th century.