Einungis Allir | Exclusively Inclusive

Sýningin ‘Einungis allir’ opnar í Gerðarsafni í Kópavogi fimmtudaginn 25. október. Sýningarstjóri er Jonatan Habib Engqvist
The exhibition ‘Exclusively Inclusive’ opens at Gerdarsafn Kópavogur Art Museum on October 25. Curated by Jonatan Habib Engqvist

Screen Shot 2018-10-13 at 19.40.30.png

Anna Rún Tryggvadóttir

Hringvellir | Þingvellir Turning

Screen Shot 2018-10-13 at 21.56.45.png

Björk Viggósdóttir

Tenging | Connection

Screen Shot 2018-10-13 at 19.46.55.png

Erla S. Haraldsdóttir

Fjölskyldumynstur | Family Patterns

Screen Shot 2018-10-13 at 20.00.35.png

Julius Von Bismarck &
Julian CharriÈre

Gígur og Hraun | Crater & Lava

Screen Shot 2018-09-03 at 14.27.19.png

Lap-See Lam & Wingyee Wu

Móðurmál | Mother’s Tongue

Screen Shot 2018-10-13 at 20.12.34.png

Meriç Algün

Skilti | Billboards

Screen Shot 2018-10-13 at 21.23.06.png

Sara Kramer

Ferðalag með Norrænu | Norröna Voyage

Libia&Olafur.jpeg
Screen Shot 2018-10-13 at 19.41.52.png

Anna Júlía Friðbjörnsdóttir

Dulbreiða | Natural Fringe

Screen Shot 2018-10-13 at 13.46.20.png

Bryndís Björnsdóttir

Af vopnum | De Arm

Screen Shot 2018-10-13 at 19.49.06.png

Hulda Rós Guðnadóttir

Gullskip | Golden Ship

Screen Shot 2018-10-13 at 20.07.44.png

Julie Edel Hardenberg

Óheyrðar sögur | Suppressed Stories

Screen Shot 2018-10-13 at 20.30.56.png

Melanie Ubaldo

Hvað ertu að gera á Íslandi með þetta andlit |
What are you doing in Iceland with that face

Screen Shot 2018-10-13 at 21.27.51.png

Slavs and Tatars

Mother Tongues and Father Throats

Screen Shot 2018-10-13 at 21.33.11.png

Pinar Öğrenci

Mawtini

Screen Shot 2018-10-13 at 19.43.21.png

Athena Farrokzhad

Evrópa | Europe

Screen Shot 2018-10-13 at 19.44.56.png

Childish Gambino

Þetta er Ameríka | This is America

Screen Shot 2018-10-13 at 20.04.50.png

Jeannette Castioni &
Þuríður Jónsdóttir

Efahljómur | Sounds of Doubts

Screen Shot 2018-10-13 at 19.50.54.png

Joseph Beuys

Sól í stað Reagans | Sonne statt Reagan

Screen Shot 2018-10-13 at 21.13.31.png

Magnús Sigurðarson

Icelandic Parroty

Pulsuhafmey situr á pulsubrauði-1.jpg

Steinunn Gunnlaugsdóttir

Litla hafpulsan | The Little MareSausage

Screen Shot 2018-10-13 at 21.45.52.png

Þráinn hjálmarsson & Veronica Sedlmair & Brynjar Sigurðarson

Hringflauta | Ring Flute

LIBIA CASTRO & ÓLAFUR ÓLAFSSON

In Search for Magic- A Proposal for a New Constitution for the
Republic of Iceland (2018-ongoing) | Í leit að töfrum- Tillaga að nýrri stjórnarskrá fyrir Lýðveldið Ísland (2018-)

 

Yfirlýsing Sýningarstjóra | Curatorial Statement

Þjóð meðal þjóða
25 október 2018 - 6 janúar 2019

Listahátíðin Cycle 2018 á sér stað á breiðum vettvangi, á Íslandi sem og erlendis. Þema hátíðarinnar, „Þjóð meðal þjóða“, beinir sjónum að áleitnum spurningum sem varða frelsisbaráttu og þjóðernishugmyndir í samhengi við 100 ára fullveldisafmæli Íslands. Hver er staða Íslands í samhengi við nýlendusögu heimsins?  Er til ættjarðarást án mikilmennsku? Getum við náð jafnvægi milli umburðarlyndis og valds, eða verðum við alltaf að útiloka aðra til að standa vörð um eigin hóp? Hvað merkir hugtakið þjóð ef enginn er útilokaður? Þjóð meðal þjóða? Þjóðahaf?

Út frá þessum hugleiðingum er sýningunni Einungis allir ætlað að opna umræðu um það hvað vestrænt samfélag feli í sér. Í verkum sýningarinnar veltir listafólkið fyrir sér sjálfsmyndum þjóða, tungumáli, fólksflutningum, frelsi og uppflosnun í nútíma og fortíð. Sýningin þenur jafnframt út hefðbundin landamæri milli samtímalistar, tónlistar, poppmenningar og ljóðlistar með því að stilla samhliða fram verkum myndlistarmanna, hönnuða, tónlistarmanna og ljóðskálda. Afraksturinn er fjölradda sýning ólíkrar hrynjandi og tungumála sem teygir sig út fyrir veggi safnsins og þess tímaramma sem sýningunni er sniðinn. Á hátíðinni á síðasta ári komu fram áhrifamiklar hugvekjur um umburðarlyndi meðal þjóða. Áhrif fyrri viðburða bergmála innra með okkur og sýningin í Gerðarsafni dregur form sitt af endurómi þeirra skyntengsla, tilfinninga og nándar.

Fyrstu skipulögðu mótmæli Íslendinga gegn nýlendustefnu árið 1849, Norðurreið Skagfirðinga – voru innblásin af byltingu í Dönsku Vestur-Indíum árið áður. Afleiðingar þessara mótmæla eru meðal annars þær að nú, árið 2018, er hundrað ára afmæli fullveldis Íslands og sjálfstæðis frá Danmörku formlega fagnað. Uppbygging sjálfsmyndar byggist á andlagi hennar. Allar miðjur eru háðar jaðrinum sér til skilgreiningar og rask á þeim mörkum ógnar jafnvægi sjálfsmyndarinnar. Varðstaða um slíkt jafnvægi getur ennfremur skilyrt og takmarkað þróun samfélaga, stjórnmála og efnahagstengsla og leitt til þess að ótti og hræðsla verði að stjórntækjum í þeirri vörn. Með orðum Halldórs Laxness: „Að trúa er að sjá … og fólk sér það sem það trúir.“ Ísland er vissulega miðja eigin sjálfsmyndar en hefur á sama tíma gegnt hlutverki jaðarstaðar sem táknmynd framandleikans gagnvart Evrópu – sem bórealískur sögustaður með náttúrulegan sprengikraft og „upprunalegt tungumál“.

Þessi sögulegu nýlendutengsl Íslands við náttúrukrafta hefur leitt til þess að Íslendingar hafa verið álitnir upprunalegir, frumlegir, skapandi og óspilltir eða jafnvel ódannaðir, óheflaðir og grófir. Viðbrögð við þessu sjónarhorni hins utanaðkomandi á Íslandi hafa sveiflast frá algerri höfnun yfir í innlimun og jafnvel upphafningu slíkra ímynda á innlendum vettvangi. Þessi ímynd hefur verið blóðmjólkuð af ferðaþjónustunni og hinum skapandi greinum og það er ljóst að þessi duldu nýlendutengsl halda áfram að móta þau sem „tilheyra“ og þau sem eru jaðarsett af íslenskri þjóðarsjálfsmynd og menningu – jafnvel í upplýstu og hnattrænu samfélagi nútímans.

Út frá þessu sjónarhorni mætti segja að þessi sýningin takist á við þetta margslungna viðfangsefni með aðferðum tungumáls og raddar. Í gegnum merkingarfræðilegar umbreytingar er spurt hvernig tungumál geti rúmað margbreytilega orðræðu. Til dæmis geta spurningar úr dæmigerðum vegabréfsáritunarumsóknum virst fáránlegar, jafnvel gamansamar, ef þær eru teknar úr samhengi og skrifaðar á skilti eða hengdar upp eins og auglýsingar í almannarými. Um leið afhjúpa þær þó þungann sem liggur að baki og lykilhlutverk tungumálsins í því skrifræði sem fæst við að aðgreina og flokka manneskjur.

Jafnvel þótt einhverjir vilji álíta málvísindi sem frekar óspennandi fag, þá ætti ekki að hunsa þær skynupplifanir á taktföstum hljóðum sem líkaminn framkallar og seiðandi munúðina, sem jafnan er tengd munninum og dregnar eru fram á þessari sýningu. Í eðli sínu er tungumálið grundvöllur þess að skapa tengsl og byggja traust. Það felst svo margt fleira í töluðu máli en einungis það að framkalla hljóð og apa eftir þeim. Fuglar, sem geta líkt eftir mannlegu tungutaki, tala samt ekki tungumál okkar. Það að líkja eftir er ekki það sama og að endurtaka, skilja. Frekar en að endurtaka kunnuglega frasa teflir sýningin fram andstæðum og ósamrýmanleika, poppmenningu og alþjóðastjórnmálum, menningarstuldi og upprunaleika, frumspeki og gamansemi, kunnuglegum framandi mat og þjóðsöng hins landamæralausa ríkis – í tilraun til að móta sammannlega mállýsku.

Exclusively Inclusive
25 October 2018 – 6 January 2019

Cycle festival 2018 spreads across several venues in Iceland and abroad. The focus of the festival´s theme ‘Inclusive Nation’ is an enquiry into the contradiction of national identity as a liberating strategy for oppressed peoples on the one hand, and its tendency to perpetuate the oppressive ideologies of colonialism on the other. Can the latter be avoided? Can patriotism exist without a superiority complex? Can one balance the scale of tolerance and power, or is inclusion dependent on exclusivity? What is a nation without exclusion? Inclusive nation?

As part of this process, the exhibition ‘Exclusively Inclusive’ opens up toward a discussion on inclusiveness in Western society at large. Invited participants address questions of national identity, language, migration, freedom and displacement – from both contemporary and historical perspectives. The exhibition also stretches traditional boundaries between contemporary art, music, popular culture and poetry with contributions by visual artists, designers, musicians and poets. This results in a polyphonic display of several rhythms and languages that reach beyond the walls of the institution and the framework of the exhibition period. With the inaugural festival's intensive deep dive into notions of inclusive nationhood still ringing in our ears, the structure of the exhibition in Gerdarsafn is not organised in a traditional arrangement of chapters or interconnected environments. Rather it constitutes an intimate reverberation of sensorial associations and sentiments.

Iceland's 1849 protests against colonial control were inspired by uprisings in the Danish West-Indies the year before. As a consequence 2018 now marks the official centenary of Iceland’s sovereign status after Danish colonial rule. Identity processes rely on mutual confirmation, when this is called into question the balance can tip. Every centre needs to define a periphery in order to define itself. This can have conditional effects and outline perceived possibilities, affect how politics and economical relations play out and decide the types of fears or control mechanisms implemented in a society. To paraphrase the prolific Icelander writer Halldór Laxness, “believing is seeing… and men see what they believe”. Iceland has indeed played a role as the ‘other place’: a phantasm of both historical and contemporary ‘Norientalism’ with it´s explosive natural power and ‘a genuine language’. 

This historical colonial association with the natural state has in numerous contexts led to Icelanders being perceived as more original, authentic, creative, unspoiled or even uncivilised, crude and barbaric. The reactions to that perception vary from refusal to thorough identification. This image has been successfully exploited by both tourism and the creative industries and it is evident that these ‘cryptocolonial’ relations and their successive consequences continue to influence both those who are included and those who are not, also in an informed and globalised world. 

From this point of view, one could perhaps say that this exhibition responds to this predicament through language and voice. With the aid of various semantic transfigurations it asks what an inclusive language might be and who´s speech it might voice. For instance, the questions found in visa application forms, taken out of their usual context and presented as banners or posted on notice boards around town can take on an absurd, almost humorous tone while also pointing at the gravity of their original intention and thus expose the power of a language that administrates, controls and categorizes personhood. 

Even if linguistics is commonly understood as a rather dull academic enterprise, the sensorial element of rhythmic sounds being made with the body and the inherent eroticism of the mouth, should not be ignored in this exhibition. Indeed, language is critical to any attempt at building relationships and trust and speaking is more than producing and imitating noises. Talking birds that can mimic the speech of humans do not automatically speak our language. Sampling is not repeating. So rather than simply repeating familiar phrases, this exhibition confronts seemingly opposing or even incompatible concepts such as pop-culture and geopolitics, appropriation and authentic experience, familiar foreign food and the anthem of stateless state, metaphysics and humour – in an attempt to at least articulate a more inclusive dialect.