Screen Shot 2018-10-13 at 19.46.55.png

SÝNING | EXHIBITION

25.10.18 - 06.01.19
Gerðarsafn Kópavogur Art Museum
Opnunartímar | Opening hours
11:00 - 17:00
Lokað mánudaga | Closed on Mondays


Erla S. Haraldsdóttir

Erla S. Haraldsdóttir works with painting, animation, video, and photomontage as a means to appropriate and restructure reality. An academically trained painter, she currently focuses on painting where the physicality of paint and color create space, light, and shadow. Her work combines figurative motifs, abstract color, and patterns with painterly finesse. The works often explore how memories, emotions, and perception interact. Methodology is central and Haraldsdóttir’s process-driven work is often based on a combination of rules and restrictions, places or stories, and tasks assigned to her by other people.

She often extends these methods into her teaching and complex collaborations. These aspects of her work are described in publications like Difficulty of Freedom/Freedom of Difficulty (Reykjavík: Umeå Academy of Fine Arts and Crymogea, as well as her latest book, Make a Painting of Trees Growing in a Forest (Reykjavík: Crymogea, 2015).

A selection of places where Haraldsdóttir has exhibited includes: Lund Cathedral (Sweden), Hallgrímskirkja, (Reykjavík, Iceland), Moderna Museet (Stockholm), Kunstverein Langenhagen (Germany), Bielefelder Kunstverein (Germany), Künstlerhaus Bethanien (Berlin), Berlinische Galerie (Berlin) and the Momentum Biennial of Contemporary Art (Moss, Norway). Her work is represented in various public collections in Iceland and Sweden. Recent exhibitions include Genesis (Galleri Konstepidemin Göteborg) Genesis (Hallgrimskirkja, Reykjavík) Make a Painting of Trees Growing in a Forest (Kalmar Konstmuseum), 2016.

Haraldsdóttir studied at the Royal Institute of Art in Stockholm and the San Francisco Arts Institute with a degree from the Valand Academy of Fine Art in Gothenburg, 1998. Born in Reykjavík, she currently lives and works in Berlin.


Erla S. Haraldsdóttir

Erla S. Haraldsdóttir vinnur með málverk, hreyfimyndir, myndbandsverk og ljósmyndaverk. Hún er lærður listmálari sem um þessar mundir einbeitir sér að málaralistinni og verkum þar sem náttúrulegir eiginleikar málningarinnar og litanna skapa rými, ljós og skugga. Af fágun listmálarans leikur hún sér með fígúratíf mótíf, abstrakt liti og mynstur í verkum sínum. Verkin endurspegla gjarnan samspil minninga, tilfinninga og skynjunar. Aðferðafræði og ferlið sjálft eru lykilþættir í verkum Erlu og þau lúta oft ýmsum reglum eða hömlum og taka mið af stöðum eða frásögnum, eða fyrirmælum frá öðrum.

Oft notar hún þessar aðferðir einnig í kennslu og í listrænu samstarfi. Hún hefur skrifað um þessa aðferðafræði sína í ritum á borð við Difficulty of Freedom/Freedom of Difficulty (Reykjavík: Listaháskólinn í Umeå og Crymogea, 2014), sem og í nýjustu bók hennar, Make a Painting of Trees Growing in a Forest (Reykjavík: Crymogea, 2015).

Meðal staða þar sem Erla hefur sýnt má nefna grafhvelfingu dómkirkjunnar í Lundi (Svíþjóð), Hallgrímskirkju, Moderna Museet í Stokkhólmi (Svíþjóð), Listasafn Akureyrar, Kunstverein Langenhagen (Þýskalandi), Bielefelder Kunstverein (Þýskalandi), Künstlerhaus Bethanien (Berlín), Berlinische Galerie (Berlín) og Momentum-tvíæringinn (Moss, Noregi). Verk hennar er að finna í opinberum söfnum á Íslandi og Svíþjóð. Meðal nýlegra sýninga Erlu má nefna Genesis (Galleri Konstepidemin Göteborg), Genesis (Hallgrímskirkju), Make a Painting of Trees Growing in a Forest (Listasafninu í Kalmar), 2016.

Erla nam myndlist við Konunglega myndlistarháskólann í Stokkhólmi og San Francisco Arts Institute og lauk gráðu frá Myndlistarháskólanum í Valand í Gautaborg árið 1998. Hún býr og starfar í Berlín.