Anna Rún Tryggvadóttir

Anna Rún Tryggvadóttir is an Icelandic visual artist based in Berlin. Tryggvadóttir uses raw materials to investigate the intersection between the natural and the humanly constructed. She gives the materials structure, space and time to manifest their agency or potential narrative within a processual installations. Tryggvadóttir has shown her work in galleries and museums internationally, most recently a solo exhibition at the Reykjavik Art Museum, residency and production at The Disko Arts Festival, solo exhibition at Hverfisgallerí and ASÍ Art Museum in Iceland and a solo show at The MAI Montreal Canada.

 

Þingvellir Turning 

‘Þingvellir Turning’ is a direct continuation of the work ‘Turning Points’ exhibited at Cycle Music and Art Festival’s last event in Berlin, Cryptopian States. The new work is mounted in Þingvellir National Park, near the old Valhalla. A historic hotel that burned to the ground.

The work involves displacement of nature, where mechanics are places underground and a circular cut of nature is slowly rotated. No traces are visible in the landscape, the rotating part lies in the same height as before, the only change is that it turns one round in ten minutes. The speed is not really visible and the human eye needs to focus to notice the movement.

In the wilderness of Þingvellir the work gains a new context. The area became a national park in the year 1930. Around the same time the industrial revolution occurred and natural areas had started to gain the status of reserved national parks.

The need to protect natural resources grew alongside humans’ access to wild nature reduced with the increased density of inhabited land. The historical and geological position of Þingvellir gives the work ‘Þingvellir Turning’ context which is extensive and touches the identity and history of the Icelandic nation. It puts the history into context of the geological time as the tectonic plates cut straight through the area and reference the spectrum of time that reaches way further than the history of humans. All the way to the basis of the rotation of the globe around itself.  


 

Anna Rún Tryggvadóttir

Anna Rún Tryggvadóttir er myndlistarkona sem er búsett í Berlín. Hún rannsakar mörk milli þess náttúrulega og manngerða, nálgast kjarna hrárra efniviða með því að leiða þá í gegnum tími, rými og strúktúr. Oft endar sú frásögn í innsetningu.

Anna hefur sýnt í sýningarrýmum og söfnum víðsvegar erlendis, var nýlega með einkasýningu í Listasafni Reykjavíkur, listamannadvöl og verkefni á listahátíðinni Disko Arts Festival, einkasýningu í Hverfisgallerí, Listasafni ASÍ og í The MAI í Montreal í Kanada.

Hringvellir

 Verkið Hringvellir er beint framhald af verkinu Turning Points sem var sett upp á Cryptopian states, Cycle festivali í Berlín í maí 2018. Verkið verður sett upp á Þingvöllum við gömlu Valhöll.

Verkið felur í sér upptöku og hliðrun á náttúru, þar sem vélbúnaði er komið fyrir neðanjarðar og hringlaga bút úr náttúru er snúið á mjög hægum hraða, engin ummerki eru sjáanleg og róterandi landslagið er það sama og var þar áður, liggur í sömu hæð. Eini munurinn er að nú hringsnýst það 1 hring á 10 mínútum. Hraðinn er ekki bersýnilegur, og þarf að gaumgæfa vel til að sjá snúninginn.

Í villtri náttúru Þingvalla öðlast verkið nýtt samhengi. Þingvallaþjóðgarður var stofnsettur árið 1930. Þjóðgarðar höfðu þá verið friðlýstir víða um heim á undangengnum 80 árum, samfara iðnbyltingunni. Þörfin fyrir að að vernda náttúruauðævi óx eftir því sem aðgengi fólks að villtri náttúru skertist með þéttingu byggðar. Saga og jarðfræðileg staða Þingvallar gefur verkinu “Hringvellir” samhengi sem er víðtækt og snertir á sjálfsmynd og sögu þjóðar og setur þá sögu í samhengi við jarðsögulegan tíma. Jarðflekaskil Evrópu og Ameríku skera sig þvert í gegnum Þingvelli og vitna til um tímaspektrúm sem nær langt út fyrir sögu mannkynsins en vísar til jarðarinnar sjálfrar og hringrásar hennar. Verkið stillir saman vélrænni útfærslu á náttúru í ofangreindu samhengi og hringsnýst á hraða sem vitund áhorfanda meðtekur ekki svo glatt.