Screen Shot 2017-09-11 at 00.26.22.png

Á síðasta snúningi

Eftir hundrað þúsund ár í klakaböndum er Norðrið að bráðna sökum loftlagsbreytinga. Hlýnun jarðar er eingöngu ein birtingarmynd á stærð þeirra umbreytinga sem framafaratrú og kapítalismi hafa haft í för með sér. Vinnustofan tekst á við þennan vanda og leitast við að þreifa á “enn mögulegri fortíð, nútíð og framtíð” (Haraway 2015) með rannsókn á sviðsmyndum og myndmáli þar sem töfrasprota myndlistarinnar er beitt á viðfangefnið.

Sigurjón Baldur Hafsteinsson stýrir umræðum.

 

Tinna Grétarsdóttir er mannfræðingur. Í vinnu sinni leitar hún nýrra leiða til að tengja saman rannsóknir og listir. Hún hefur sérstaklega beint sjónum sínum að listum og menningarpólitík.

Ásmundur Ásmundsson (f. 1971) er myndlistarmaður og rithöfundur. Stór hluti verka hans byggir á gjörningum, inngripum og skúlptúrum í almannarými, en auk þeirra má líka nefna innsetningar, klippimyndir og teikningar. Verk hans hafa verið sýnd víðsvegar í galleríum og á söfnum. Hann hefur einnig mikið skrifað fyrir tímarit, dagblöð og RÚV.

Bergsveinn Þórsson (f. 1983) er doktorsnemi á sviði menningarsögu og austurlenskra tungumála (IKOS) við Háskólann í Osló. Hann er hluti af rannsóknarverkefninu Geological Times: Geology and new regimes of historicity. Í rannsókninni leggur hann áherslu á söfn og hvernig sögulegir og jarðfræðilegir tímar fléttast saman.

Hannes Lárusson (f. 1955) er myndlistarmaður, gagnrýnandi og sýningarstjóri. Hann hefur í verkum sínum fjallað um samhengi samfélags og samtímalistar, myndgervinga staðbundins menningararfs, möguleika og takmarkanir skapandi hugsunar, og hlutverk og stöðu listamannsins í samfélaginu.

Erin Honeycutt (f. 1989) er rithöfundur sem hefur aðsetur í Reykjavík. Hún skrifar fyrir vefritin Art*zine, Culture Trio og einnig texta í samvinnu við aðralistamenn á Íslandi. Hún nam umhverfisfræði við Sterling Háskólann í Vermont sem og listfræði við Háskóla Íslands.

Hilde Jørgensen útskrifaðist með myndlist sem aðalfag úr KHIB árið 2005 og starfar nú sem listakona og sýningarstjóri. Hún rekur listagalleríið KNIPSU í Bergen. Í öllum sínum verkum leitar hún að hinu sanna eðli mannkyns í gegnum þverfagleika listanna.

Sigurjón Baldur Hafsteinsson er prófessor við Háskóla Íslands. Hann var formaður European Association of Social Anthropologists (EASA) Media Anthropology Network á árunum 2008-2010. Meðal nýjustu rita hans er Unmasking Deep Democracy, sem var gefið út árið 2013 af Intervention Press.

 


 

 

Running out of time and place

The Arctic is expected to become ice-free in summer in the next couple of decades. The scenario illuminates the scope and scale of the climate change caused by human activities with devastated consequences. Whether or not the shock effect of the Anthropocene will draw our attention to the human influenced changes on the earth system - we are facing the collapse of the modern idea of progress and the inability of techno-fixes finding solutions. This urgency has called for novel ways to live in the “capitalist ruins” (Tsing 2015) and reform our relations with the world. The workshop addresses how to engage with the intensity of the present and adopt new realities by the use of imaginaries and speculations that can guide our practices for “still possible pasts, presents and futures” (Haraway 2015).

Moderator is Sigurjón Baldur Hafsteinsson.

 

Tinna Grétarsdóttir is an anthropologist. In her practice she seeks new ways of combining research and art. Her fields of research include art and cultural politics, competing discourses of creativity, interspecies ecologies and Turfiction.

Ásmundur Ásmundsson (b. 1971) is visual artist and writer. Performances, interventions and public sculptures are a major part of his work as well as installations, collages and drawings. His work has been exhibited in various galleries and museums. He has written extensively for magazines, newspapers and the Icelandic National Broadcasting Service.

Bergsveinn Þórsson (b. 1983) is a Ph.D candidate at the department of cultural history and oriental languages (IKOS) at the University of Oslo. He is part of the research project Geological times: Geology and new regimes of historicity, where his research is focused on museums and the entanglements of historical and geological times.

Hannes Lárusson (b. 1955) is an artist, critic and curator. He has for years dealt with the connection between contemporary art and cultural heritage, the role and place of the artist in society and the connection between craftsmanship and ideology.

Erin Honeycutt (b. 1989) is a writer based in Reykjavík. She writes for Art*zine.is, Culture Trip, and in a variety of collaborations with local artists. She studied Environmental Humanities at Sterling College in Vermont and Art History and Theory at the University of Iceland.

Hilde Jørgensen graduated with a major in art from KHIB in 2005 and currently works as an artist and curator. She runs the art gallery KNIPSU in Bergen. Her main interest in all of her work is the search for the faith of the soul and the true nature of humanity through an interdisciplinary meeting point in art.

Sigurjón Baldur Hafsteinsson is professor at the University of Iceland. He was coordinator of the European Association of Social Anthropologists (EASA) Media Anthropology Network (2008-2010). His latest books include Unmasking Deep Democracy (2013) published by Intervention Press.