Staðsetning | Main Locations

Listahátíðin Cycle á sér stað í Kópavogi,  næststærsta sveitarfélagi landsins, sem telur yfir 34 þúsund íbúa. Í Kópavogi er mikil og fjölbreytt atvinnustarfsemi og góð tækifæri til útivistar og íþróttaiðkunar. Auk þess eru Kópavogsbúar afar stoltir af Menningarhúsum Kópavogs við Hamraborgina, en þar eru Salurinn, Gerðarsafn, Bókasafn Kópavogs, Náttúrufræðistofa Kópavogs og Tónlistarsafn Íslands.

Cycle Music and Art Festival takes place in Kópavogur, Iceland. Kópavogur is the second largest municipality by population and lies immediately south of Reykjavík and is part of the Reykjavík Capital Region. The name literally means seal pup bay. The town seal contains the profile of the church Kópavogskirkja with a seal pup underneath. Kópavogur is largely made up of residential areas, but has commercial areas and much industrial activity as well. The Festival takes place in the Hamraborg area in Gerðarsafn  - Kópavogur Art Museum and Salurinn Music Hall and in the cultural institutions around them..

Nafnið Gerðarsafn er til heiðurs Gerði Helgadóttur myndhöggvara sem lést árið 1975 aðeins 47 ára að aldri. Gerður var brautryðjandi í þrívíðri abstraktlist með nýstárlegum járnverkum og tók fyrst kvenna forystu í höggmyndlist hérlendis. Hún er einnig frumkvöðull í glerlist og er þekkt fyrir mósaík verk sín á Íslandi. Árið 1977 gáfu erfingjar Gerðar Kópavogsbæ að gjöf um 1400 verk eftir hana með því skilyrði að opnað yrði safn sem bæri hennar nafn. Safnið var opnað 17. apríl árið 1994.

Gerðarsafn Kópavogur Art Museum was opened in 1994 and bares the name of the female artist and sculpturist Gerdur Helgadóttir, who passed away in 1975 only 47 years old. Gerdur was a pioneer in three dimensional abstract artform andwas a leader for female sculpture artists in Iceland. Her estate left the municipality of Kópavogur 1400 sculptures in 1977 withthe condition that Kópavogur would build a museum for these artworks. 

Salurinn er fyrsti sérhannaði tónleikasalur landsins. Hann var tekinn í notkun 2. janúar 1999. Arkitektar hússins eru þeir Jakob Líndal og Kristján Ásgeirsson. Við hönnun Salarins var lögð áhersla á að tryggja sem bestan hljómburð og leitað ráðgjafar færustu sérfræðinga á því sviði. Hljóð- og hljómhönnun var í höndum verkfræðinganna Stefáns Einarssonar og Steindórs Guðmundssonar. 

Salurinn was the first concert hall in Iceland opened in 1999. The design of the hall was made by architects Jakob Líndal and Kristján Ásgeirsson. Designing the concert hall, an emphasis was put on ensuring the best acoustics possible and as much Icelandic material as possible. 


Strætisvagnaleiðir í Hamraborg | BUS ROUTES TO HAMRABORG:

Leið 1 | Route 1 - Hlemmur - Kópavogur - Gardabær - Fjördur- Vellir

Leið 2 | Route 2 - Hlemmur - Grensás - Hamraborg - Smáralind - Salahverfi

Leið 4 | Route 4 - Hlemmur - Kringlan - Hamraborg - Mjódd - Hólar - Sel - Mjódd

Leið 28 | Route 28 - Hamraborg - Lindir - Salahverfi - Vatnsendi - Mjódd

Leið 35 | Route 35 - Hamraborg - Kársnes - Engihjalli - Hamraborg

Sjá leiðarkerfi strætó hér. | Plan your bus journey here.

 

Collaborators