Photo courtesy of the artists.

Photo courtesy of the artists.

Libia Castro & Ólafur Ólafsson

YOUR COUNTRY DOESN'T EXIST
2011-

Performance | Gjörningur:
Gerðarsafn Kópavogur Art Museum
27 October 2016 | 27. október 2016
6 PM | kl 18:00

Composer | Tónskáld: Karólína Eiríksdóttir

Performers | Flytjendur:
Ásgerður Júníusdóttir  singer | söngvari
Einar Jónsson  trumpet | trompet
Páll Eyjólfsson  guitar | gítar

Aðgangur ókeypis | Free admittance

 

Libia Castro and Ólafur Ólafsson’s work Your Country Doesn’t Exist (developed since 2003) takes the form of a continued and endlessly repeated political campaign, initially influenced by the anti-war protests of the early 2000s. The project is led by questions about the construction and conception of the nation-state and its histories and representations, and comes about as an act of repetition (of slogans and demands, or expressions of crisis). For Cycle Music and Art Festival the artists will create a new iteration and musical performance of Your Country Doesn’t Exist, to the music by Karólína Eiriksdóttir, and establishing a ‘campaigning route’ through local businesses, administration offices, schools, and at public monuments of Kópavogur, as well as at the exhibition’s main venue Gerdarsafn Museum. The most recent developments in Icelandic politics in the wake of the Panama Papers revelations have led to early General Elections in the autumn of 2016, coincidentally taking place during the festival days. Ólafsson and Castro’s campaign will coincide with the last throws of this all-too-real political battle for opinions. Within the exhibition That Time Castro and Ólafsson will show a video work compiling past and current iterations of Your Country Doesn’t Exist.

Libia Castro og Ólafur Ólafsson hófu samstarf sitt árið 1997. Verk þeirra Your Country Doesn't Exist, sem hefur verið í þróun síðan 2003, tekur á sig form áframhaldandi og endalaust endurtekinnar pólitrískrar herferð, sem upprunalega var undir áhrifum frá stríðsrekstursmótmælum í byrjun 21. aldarinnar. Verkið spyr spurninga um uppbyggingu og myndun þjóðríkis, sögu þess, birtingarmyndir og birtist sem athöfn endurtekningar með slagorðum, kröfum og tjáningarhætti krísuástands. Fyrir Cycle munu listamennirnar skapa nýja úgáfu verksins með tónlistarflutningi við tónlist Karólínu Eiríksdóttur, sem herferð í fyrirtæki, bæjarskrifstour, skóla og almenningsrými Kópavogs og í aðalhúsnæði sýningarinnar í Gerðarsafni. Nýjustu hræringar í íslenskum stjórnmálum í kjölfar birtingar Panamaskjalanna hafa leitt til þess að Alþingiskosningum var flýtt til haustsins 2016, sem munu af tilviljun fara fram á hátíðardögum Cycle. Herferð þeirra Ólafs og Libiu mun því fara fram samtímis, en þó með seinni skipunum, á nærri of raunsæjan hátt þar sem mismunandi skoðanir takast á.


Libia Castro (born in Spain) & Ólafur Ólafsson (born in Iceland) are based in Rotterdam. They started their collaboration in the Netherlands in 1997. Their work is collaborative and interdisciplinary; they work with video, photography, audio sculpture and multimedia installations, performance and interventions. In their projects they critically and playfully explore the ways in which everyday life, society and the individual are affected by ideological, socio-economic, cultural and political factors. Asymmetry is a guiding principle in their multimedia and interventionist work. Amongst their works are the ongoing campaign projects Your Country Doesn’t Exist (2003-ongoing) and ThE riGHt tO RighT/WrOnG (2012-ongoing). Libia Castro & Ólafur Ólafsson represented the Icelandic Pavilion at the 54th Biennale di Venezia (2011). They have presented their works in the public space in different cities across Europe and have exhibited solo shows at various venues including TENT Rotterdam, The National Gallery of Iceland, CAAC Seville, The Living Art Museum Reykjavik, Künstlerhaus Bethanien Berlin and The Reykjavik Art Museum, as well as shown in group exhibitions including KunstWerke Berlin (2015/16), The National Museum of Contemporary Art Oslo (2014), Secession Vienna (2014), NGBK Berlin (2013) and Museum of Contemporary Art Thessaloniki (2012). They have participated in art festivals and Biennials including: You Imagine What You Desire -19th Sydney Biennale (2014), The Unexpected Guest - The 7th Liverpool Biennial (2012), Favored Nations - Momentum 5th Nordic Biennial (2009), Principle Hope - Manifesta 7 (2008) and Arte con La Vida - 8th Havana Biennial (2003).

Composer Karólína Eiríksdóttir studied at the Reykjavik College of Music, where Thorkell Sigurbjörnsson was her teacher of composition. She continued her studies at the University of Michigan in Ann Arbor with George Wilson and William Albright as teachers of composition, and received masters degrees in composition and music history and musicology. Since 1979 she has been active in Iceland's music scene as a composer and teacher at The Reykjavik College of Music. Karólína has composed many works which have been performed worldwide; orchestral-, chamber-, solo works, song cycles, works for choir and electronics. Her opera MagnusMaria was awarded the Icelandic Music Awards for the Event of the Year 2015 and is nominated to the Nordic Music Council Prize 2016. From 2008 to 2011 Karólína composed music for three video works by Libia Castro and Ólafur Ólafsson. Constitution of the Republic of Iceland and Your Country Doesn’t Exist, collaborations between Ólafur, Libia, and Karólína, were showcased at the Venice Biennale in 2011.

Libia Castro frá Spáni og Ólafur Ólafsson frá Íslandi eru staðsett í Rotterdam. Samvinna þeirra hófst í Hollandi árið 1997 þegar þau voru í MA námi í sjónlistum við  Frank Mohr Institute í Groningen. Verk þeirra byggir á samvinnu og þverfaglegri nálgun þar sem þau nýta vídeó, ljósmyndun, hljóð- og margmiðlunarinnsetningar í framsetningu sinni. Í verkum sínum kanna þau með gagnrýnum en jafnframt leikandi hætti, þau áhrif sem hugmyndafræðilegir, félagslegir, hagrænir, menningar- og stjórnarfarslegir þættir hafa á einstaklinginn, samfélagið og okkar daglega líf. Ósamhverfa er leiðarstef í margmiðlunarverkum og innsetningum þeirra sem oft tekur á óréttlæti, ójöfnuði og frelsun og draga upp mynd af hinu kúgaða, hinu drottnandi og hinu frelsaða viðfangi. Meðal verka þeirra eru listrænar herferðir á borð við Your Country Doesn´t Exist (2003-viðvarandi) and ThE riGHt tO RighT/WrOnG (2012-viðvarandi). Libia Castro & Ólafur Ólafsson voru fulltrúar íslenska skálans á 54ja Feneyjartvíæringnum árið 2011 með verki sínu Under Deconstruction og unnu til verðlaunanna The Basis Price Prix de Rome árið 2009 í Hollandi með vídeóverki sínu Lobbyists. Þau hafa sýnt verk sín í almenningsrýmum víða í borgum Evrópu og haldið einkasýningar í sýningarrýmum eins og TENT í Rotterdam, Þjóðminjasafni Íslands, CAAC Seville, Nýlistasafninu í Reykjavik, Künstler Haus Bethanien í Berlin, Listasafni Reykjavíkur, CAC Málaga, De Appel CAC í Amsterdam og Platform Garanti CAC í Istanbul. Þau hafa tekið þátt í fjölda samsýninga, má þar nefna KunstWerke í Berlin 2015/16, The National Museum of Contemporary Art í Osló 2014, Secession í Vínarborg árið 2014, NGBK í Berlin 2013, Museum of Contemporary Art í Þessalóníku árið 2012, Matadero í Madríd 2010 og Zacheta National Gallery í Varsjá árið 2009.

Karólína Eiríksdóttir stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík þar sem Þorkell Sigurbjörnsson var kennari hennar í tónsmíðum. Hún hélt til framhaldsnáms við University of Michigan og lauk meistaraprófum í tónlistarsögu og -rannsóknum sem og tónsmíðum. Karólína býr á Íslandi og hefur unnið við tónsmíðar, kennslu og margvísleg önnur tónlistarstörf og hefur m. a. verið í stjórnum Íslenskrar tónverkamiðstöðvar, Tónskáldafélags Íslands, Listahátíðar í Reykjavík og Listaháskóla Íslands. Karólína hefur samið fjölda tónsmíða sem hafa verið fluttar víða um heim; hljómsveitarverk, óperur, kammer- einleiks- og söngverk, verk fyrir kóra og tölvu/rafverk. Óperan Magnus Maria var frumflutt á Álandseyjum árið 2014 og hefur síðan verið sýnd í Svíþjóð, Finnlandi, Noregi og á Íslandi. Óperan er tilnefnd til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs árið 2016.