Curver Thoroddsen & steinunn eldflaug harðardóttir

Tónlistarskákeinvígi III | MusicChess Match III  
2016

Gerðarsafn Kópavogur Art Museum
28 October 2016 | 28. október 2016
10 PM | 22:00

Aðgangur ókeypis | Free admittance

 

 

 

 

 

Í tónlistar-skákeinvígi tefla Curver og Steinunn Eldflaug um leið og þau reyna að trufla hvort annað með tónlistarflutningi meðan andstæðingurinn hugsa næsta leik. Úr verður stórskemmtileg og óútreiknanleg samsuða af raftónlist, uppákomu og skáklist. Listamennirnir hafa háð slík tónlistarskákeinvígi tvisvar áður en þessi þriðja viðureign verður æsispennandi - þar sem þau eru jöfn að stigum. Steinunn Eldflaug gjörsamlega malaði Curver í Listasafni Reykjavíkur þar sem einvígið var háð í fyrsta sinn í Kunstschlager-stofu (sem sett var upp í Listasafni Reykjavíkur). Stuttu síðar náði Curver að rétta sinn hlut með yfirburðaleik fyrir troðfullu húsi á samsýningu í Algera Stúdíó, Reykjavík. Tónlistareinvígin voru bæði „utan-dagskrár“ viðburðir  Sequences-hátíðarinnar árið 2015.

 

Curver Thoroddsen’s work explores ideas of identity, popular culture and society with a playful twist, giving the everyday a new meaning by transforming it into the realm of art and media. Thoroddsen has exhibited internationally and as one part of the experimental band Ghostigital. Ghostigital has performed worldwide with releases on Ipecac Recordings, Honest Jon’s and Bad Taste Ltd. Collaborators include Björk, David Byrne, Mark E. Smith, Alan Vega, Dälek and Sensational. Thoroddsen is a 2009 recipient of the Svavar Guðnason and Ásta Eiríksdóttir Memorial Award.


Artist and musician Steinunn Eldflaug Harðardóttir, DJ flugvél og geimskip (DJ airplane and spaceship) has performed in many music festivals around the world as well as locally. Her third solo album will be released later this year.. “My music is dreamy-electronic music. My songs tell you about  outer space and the all wonders of the Universe.” In 2011, she gratuated with B.A. in Visual Arts from the Icelandic Art Academy and is one of the founders of artists-run project space Kunstschlager.

Curver Thorodssen and Steinunn Eldflaug will compete in a chess match: while each player thinks out their next move, the other attempts to disrupt with musical performances. The performance is an unpredictable mixture of electronic music, happening and chess. Curver and Steinunn have fought chess battles twice before, resulting in a draw after the second match. Steinunn Eldflaug destroyed Curver at Reykjavík Art Museum, where the first duel was held in the Kunstschlager room. Shortly after, Curver managed to land a massive win during a match at a group exhibition at Algera Studio. Both musical combats were part of the off-venue program of Sequences Festival in 2015. The third match will be decisive and nail-bitingly suspenseful.

 

Með verkum sínum kannar Curver hugmyndir um sjálfið, dægurmenningu og samfélag á kíminn máta. Hann hefur bæði sýnt verk sín og komið fram alþjóðlega með hljómsveit sinni Ghostigital. Hljómsveitin hefur m.a. gefið út hjá útgáfufyrirtækjunum Smekkleysu, Ipecac Recordings og Honest Jon’ og starfað með tónlistarmönnum á borð við Björk, David Byrne, Mark E. Smith, Alan Vega, Dälek og Sensational. Curver var handhafi verðlauna úr Styrktarsjóði Svavars Guðnasonar og Ástu Eiríksdóttur árið 2009.

 

DJ flugvél og geimskip (Steinunn Eldflaug Harðardóttir) hefur spilað á fjölda tónlistarhátíða erlendis og hér heima og þriðja platan kemur út í vetur. Hún segir „Tónlistin er drauma-raftónlist. Lögin fjalla um óravíddir geimsins og furður alheimsins“. Steinunn Eldflaug útskrifaðist af myndlistarbraut Listaháskóla Íslands árið 2011 og er ein af stofnendum Kunstschlager.